Hafnir



Þrjár hafnir eru starfræktar í Dalvíkurbyggð; á Dalvík, á Árskógssandi og á Hauganesi og er Dalvíkurbyggð eigandi þeirra allra. Sveitarstjórn fer með yfirstjórn hafnamála, en framkvæmdastjórn er falin hafnastjórn og hafnastjóra. Sveitarstjóri gegnir jafnframt embætti hafnastjóra.

Dalvíkurhöfn takmarkast á sjó af línu sem hugsast dregin frá Hálshöfða, 65°57,80 N – 18°27,50 V, að Sauðanestá á Upsaströnd, 66°01,70 N – 18°30,70 V.

Árskógssandshöfn takmarkast á sjó af eftirfarandi punktum 65°56,7731 N – 18°21,8463 V á landamerkjum Lækjarbakka og Dalvíkurbyggðar, þaðan 1 sjómílu í 341° í punkt 65°57,7284 N – 18°22,6565, þaðan í 0,85 sjómílur 90° í punkt 65°57,7284 N – 18°20,5691 V og þaðan 1 sjómílu 182° í punkt 65°56,7191 N – 18°20,6515 V á landamerkjum Dalvíkurbyggðar og Brimness.

Hauganeshöfn takmarkast á sjó af eftirfarandi punktum, 65°55,3298 N – 18°18,2620 V í fjöruborði í Sandvíkurfjöru, þaðan 0,5 sjómílur í 140° í punkt 65°54,9319 N – 18°17,5101, þaðan 0,6 sjómílur í 60° í punkt 65°55,2372 N – 18°16,2330 V, þaðan 1 sjómílu í 334° í punkt 65°56,1318 N – 18°17,3076 og þaðan 0,55 sjómílur í 246° í punkt 65°55,9134 N – 18°18,5779 í fjöruborði norðan grjótnámu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sími: 460 4933 / 460 4934

Netfang: hafnir@dalvikurbyggd.is

Bakvaktarsími: 460 4933

Hafnastjóri: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, s. 460 4900, eis@dalvikurbyggd.is

Hafnaverðir:
Björgvin Páll Hauksson, hafnir@dalvikurbyggd.i
Björn Björnsson, bjorn@dalvikurbyggd.is


Afgreiðslutími er frá kl. 08:00-17:00 alla virka daga.

Dalvíkurhöfn

Siglingarleið að höfninni er greið. Snúningsþvermál innan hafnar er um 100 m. Flutningaskip, sem leggjast að Norðurgarði snúa utan hafnar. Í innsiglingu er 7 - 8 m dýpi. Snúningssvæði innan hafnar er með 6 - 7 m dýpi. Meiripartur af bryggjuplássi er með yfir 6 m dýpi. Í smábátahöfn er dýpi um 2 m. Höfnin er örugg í öllum veðrum og kantar í A - B flokki. Skjól er fyrir smábáta í smábátahöfninni.

Athafnasvæði við Norðurgarð er gott, gámavöllur um 6.000 m2. Góð aðstaða er fyrir flutningaskip við Norðurgarð. Hafnarmynnið er 40 m breitt og takmarkar það stærð skipa. Gámalyftari fyrir 40 ft. gáma er á vegum skipaafgreiðslunnar. 60 t. bílavog og vogarhús er við Norðurgarð. Höfnin á auk þess pallvog, Löndunarkranar eru efst við Norðurgarð.

 

Hér má finna almennar upplýsingar um hafnir Dalvíkurbyggðar

Einnig má sjá hér til hliðar þjónustu við skip sem er að finna í Dalvíkurbyggð - undir þjónusta við skip

Hér er hægt að skoða opnar vefmyndavélar á Dalvíkurhöfn.

Hér er hægt að nálgast vefmyndavélar Dalvíkurhafnar fyrir þá sem hafa aðgangsupplýsingar.

Hér er hægt að skoða áætlun um móttöku úrgangs


Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og breytingu á deiliskipulagi íbúðars…

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg

Íbúðar- og þjónustusvæði við Kirkjuveg og Karlsrauðatorg Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 14.maí 2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 s…
Lesa fréttina Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg
Efnisnám við Hálsá Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Efnisnám við Hálsá Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Efnisnám við Hálsá Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 18.júní 2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Breytingin felst í því að afmarkað verður efnistöku…
Lesa fréttina Efnisnám við Hálsá Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 Karlsbraut-Ægisgata

Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 Karlsbraut-Ægisgata

Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020Stækkun íbúðarsvæðis við Karlsbraut og Ægisgötu.Niðurstaða sveitarstjórnarSveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 22.október 2024 breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarsvæðis 201-ÍB á Dalvík. Tillagan er aðgen…
Lesa fréttina Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 Karlsbraut-Ægisgata
Að gefnu tilefni - Endurnýjun lóðarleigusamninga

Að gefnu tilefni - Endurnýjun lóðarleigusamninga

Endurnýjun lóðarleigusamninga Það er á ábyrgð lóðarhafa hverju sinni að sjá til þess að lóðarleigusamningur sé í gildi við landeiganda. Sýslumannsembættin á landinu hafa nú tekið upp það verklag að skjölum er varða m.a. kaup, sölu og endurfjármögnun fasteigna er ekki þinglýst nema að lóðarleigusamn…
Lesa fréttina Að gefnu tilefni - Endurnýjun lóðarleigusamninga
Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Athafnasvæði og hitaveitulögn í landi Ytri Haga Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 Niðurstaða sveitarstjórnarSveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 18.júlí 2024 breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna athafnasvæðis fyrir borholur og tengd mannvirki, hitave…
Lesa fréttina Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 Skipulagslýsing fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggð hefur hafið vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.Nú liggur fyrir skipulagslýsing þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsvinnuna, upplýsingar…
Lesa fréttina Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045
Dalvíkurbyggð auglýsir lóðir til úthlutunar við Svarfaðarbraut 19-21 og 23-25

Dalvíkurbyggð auglýsir lóðir til úthlutunar við Svarfaðarbraut 19-21 og 23-25

Svarfaðarbraut 19-21 og 23-25 Auglýsing lóða Dalvíkurbyggð auglýsir lausar til úthlutunar parhúsalóðir við Svarfaðarbraut 19-21 og 23-25.Um er að ræða tvær lóðir þar sem heimilt er að byggja parhús á einni hæð skv. deiliskipulagi. Leyfilegt byggingarmagn á hvorri lóð er 340 m2.Úthlutunarskilmála má…
Lesa fréttina Dalvíkurbyggð auglýsir lóðir til úthlutunar við Svarfaðarbraut 19-21 og 23-25
Íbúafundur í félagsheimilinu Árskógi. Öldugata 31 - kynning á deiliskipulagstillögu.

Íbúafundur í félagsheimilinu Árskógi. Öldugata 31 - kynning á deiliskipulagstillögu.

Boðað er til kynningarfundar um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi á lóð Öldugötu 31, Árskógssandi, fimmtudaginn 22.ágúst nk. í félagsheimilinu Árskógi kl. 17:00 Á fundinum mun skipulagshönnuður fara yfir deiliskipulagstillöguna sem nú er í auglýsingu og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri er Ey…
Lesa fréttina Íbúafundur í félagsheimilinu Árskógi. Öldugata 31 - kynning á deiliskipulagstillögu.
Öldugata 31, Árskógssandi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Öldugata 31, Árskógssandi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði á Árskógssandi skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðum nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu. Skipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðirn…
Lesa fréttina Öldugata 31, Árskógssandi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs

Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs

Með vísan til 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr.772/2012, umsóknar um framkvæmdaleyfi nr. 202309083 dags. 16.janúar 2024 ogafgreiðslu 367.fundar sveitarstjórnar þann 19.mars 2024 er hér með gefið útsvohljóðandi framkvæmdaleyfi: Sjá hér
Lesa fréttina Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs
Efnisnám við Hálsá-Drög að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Efnisnám við Hálsá-Drög að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Efnisnám við Hálsá Drög að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kynnir hér með drög tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Breytingin felst í því að afmarkað verður efnistökusvæði 663-E…
Lesa fréttina Efnisnám við Hálsá-Drög að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Borhola fyrir jarðsjó við Sjávarstíg 2, Hauganesi - Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-20…

Borhola fyrir jarðsjó við Sjávarstíg 2, Hauganesi - Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Borhola fyrir jarðsjó við Sjávarstíg 2, Hauganesi - Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 Niðurstaða sveitarstjórnar Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 16.apríl 2024 breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í samræmi við 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Sk…
Lesa fréttina Borhola fyrir jarðsjó við Sjávarstíg 2, Hauganesi - Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020