Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis
Niðurstaða sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 17.desember 2024 breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagstillagan felur í sér lagningu nýrrar götu norðan við Skógarhóla 29, nýja lóð og byggingarreit fyrir þriggja íbúða hús á einni hæð austan við Skógarhóla 11 og uppbyggingu göngustíga og leiksvæðis á opnu svæði.
Tillagan var grenndarkynnt skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga frá 29.október til 26.nóvember 2024 og bárust fimm athugasemdir. Í ljósi innkominna athugasemda var ákveðið að gera breytingar á tillögunni á þann veg að leyfileg hámarks vegg- og mænishæð byggingar á nýrri lóð var lækkuð í 3 m til samræmis við leyfilega hæð bygginga á aðliggjandi lóðum.
Þau sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta sent fyrirspurn á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is
Hér má sjá tillöguna.
Skipulagsfulltrúi