Árskógssandshöfn

Siglingarleið að höfninni er greið. Sæflötur í skjóli af hafnargarið Árskógssandi er um 0,8 ha. Við enda hafnargarðs er um 6 m dýpi og botn hallar út á meira dýpi. Byggð var bryggja fyrir Hríseyjarferjuna árið 1987. Upptökubraut fyrir smábáta er inni í höfninni. Höfnin á pallavog og 2 löndunarkranar eru staðsettir í krikanum á Norðurbryggju.