Byggingarfulltrúi

Byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar vinnur samkvæmt samþykktum og reglum Dalvíkurbyggðar, þ.m.t. Viðauka um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.

Byggingarfulltrúi annast þau verkefni sem tilheyra starfi byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum og viðkomandi reglugerðum. Byggingarfulltrúi afgreiðir byggingarleyfisumsóknir í Dalvíkurbyggð á reglubundnum afgreiðslufundum. Fundargerðir afgreiðslufunda eru birtar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Starfsfólk byggingarfulltrúans á Akureyri sér m.a. um skráningu teikninga og skráningu í Mannvirkjaskrá HMS, tilkynningar varðandi afgreiðslu erinda og þess háttar.

Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð er leyfisveitandi þeirra byggingarleyfa sem byggingarfulltrúi afgreiðir.

Hægt er að hafa samband við byggingarfulltrúa í netfangið steinmar@dalvikurbyggd.is eða bygg@dalvikurbyggd.is og í gegnum þjónustuver í síma 460-4900.

Úr VIÐAUKA um byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
1.gr.
Byggingarfulltrúinn í Dalvíkurbyggð afgreiðir án staðfestingar skipulagsráðs og sveitarstjórnarmál, sem talin eru upp í 2. gr. þessa viðauka og falla undir lög um mannvirki nr. 160/2010 og skilgreind eru sem verkefni byggingarnefndar, sbr. heimild í 55. gr. samþykktar þessarar og 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum.

  1. gr.

Um afgreiðslu byggingarleyfa gilda ákvæði III. kafla laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarfulltrúa er því heimilt, sbr. 1. gr., að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 2.4.4. gr. Í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarfulltrúi skal halda skrá um afgreiðslur sínar skv. 1. mgr. Framangreindar afgreiðslur byggingarfulltrúa skulu lagðar fram til kynningar á næsta reglulega fundi skipulagsráðs.

  1. gr.

Byggingarfulltrúi getur ávallt vísað máli skv. 2. gr. til afgreiðslu skipulagsráðs og/eða sveitarstjórnar. Ef ætla má að aðili máls muni ekki sæta niðurstöðu byggingarfulltrúa eða ljóst er að ákvörðun er stefnumarkandi skal hann vísa málinu til afgreiðslu skipulagsráðs.

  1. gr.

Um afgreiðslur byggingarfulltrúa gilda eftir því sem við á ákvæði laga um mannvirki nr.

160/2010, ásamt ákvæðum í þeim reglugerðum sem settar eru á grundvelli laganna og samþykkta og reglna sveitarstjórnar er til þeirra taka.

  1. gr.

Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa skv. 2. gr. eða komi hann á framfæri kvörtun, skal honum leiðbeint um heimild til að óska endurupptöku erindis í sveitarstjórn með hliðsjón af 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Telji byggðarráð að skilyrði til endurupptöku séu fyrir hendi skal umhverfisráð taka erindið upp að nýju. Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Aðila máls skal jafnframt leiðbeint um rétt hans til að skjóta málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála samkvæmt lögum nr. 130/2011, þ. á m. um kærufrest.