Fjármála- og stjórnsýslusvið hefur það að leiðarljósi að reyna ávallt að koma til móts við þarfir og væntingar viðskiptavina sinna innan marka laga, reglna og samþykkta sveitarstjórnar. Einnig að leitast við að sýna viðskiptavinum sviðsins og samstarfsmönnum jákvæðni og þjónustulund og gæta jafnræðis í því sambandi. Starfsmenn sviðsins vinna saman sem samstilltur hópur að markmiðum sviðsins og gæta trúnaðar um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skal fara með samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli málsins samkvæmt. Starfsmenn skulu leitast við að gera betur í dag en í gær og ennþá betur á morgun og miða að hámarksnýtingu og lágmarkssóun.
Hlutverk fjármála- og stjórnsýslusviðs eru fjölmörg. Bókhald, reikningsskil og launavinnsla fyrir Dalvíkurbygð, umsjón og stýring á gerð fjárhagsáætlana og uppgjör og gerð ársreikninga. Símavarsla, upplýsingagjöf og almenn þjónusta við viðskiptavini sveitarfélagsins, innri og ytri. Skjalavarsla vegna erinda og mála sem eru til umfjöllunar og afgreiðslu, eftirlit með stjórnsýslu og fjármálum. Markaðssetning og kynningarmál og ritstjórn með heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvikurbyggd.is. Stoðþjónusta við önnur fagsvið og allar stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins. Skrifstofustjórn Skrifstofa Dalvíkurbyggðar. Rekstur tölvukerfa og umsjón með tölvu- og hugbúnaðarmálum.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs er Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, hún er með netfangið gp@dalvikurbyggd.is. Einnig er hægt að ná á henni í síma 460 4900.