Heimaþjónusta

Félagslega heimaþjónustu skal veita þeim sem búa í heimahúsum og geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald, vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. Ekki er að jafnaði veitt þjónusta sem aðrir heimilismenn geta annast.


Með félagslegri heimaþjónustu skal stefnt að því að efla viðkomandi til sjálfbjargar og sjálfræðis, gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður og njóta menningar- og félagslífs eftir föngum.


Með félagslegri heimaþjónustu er átt við hverskonar aðstoð við heimilishald, persónulega aðhlynningu, félagslegan stuðning, gæslu og umönnun barna og unglinga. Dalvíkurbyggð veitir félagslega þjónustu í samræmi við mat á aðstæðum og eftir því sem mannafli og aðstæður leyfa hverju sinni. Lögð er áhersla á að veita öldruðum og fötluðum heimaþjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Eyrún Rafnsdóttir í síma 460 4900 og á netfanginu eyrun@dalvikurbyggd.is

Fylla þarf út umsókn ef óskað er eftir þjónustunni, hægt er að nálgast umsóknir á þjónustugátt Dalvíkurbyggðar.