Árskógur

Árskógur er félagsheimili sem leigt er út til einstaklinga og hópa árið um kring. Að auki þjónar félagsheimilið sem íþróttahús fyrir nemendur í Árskógarskóla. Í boði eru áhöld og tæki fyrir flestar greinar íþrótta og góðir búningsklefar.

Árskógur skiptist í stóran sal sem tekur allt að 250 manns í sæti annars vegar og annan minni sal sem tekur 50-70 manns hinsvegar. Hægt er að opna á milli þeirra og er þá sá minni eins og sena. Fullbúið eldhús er í húsinu. Félagsheimilið í Árskógi er tilvalið til veislu- og hátíðarhalda.

Upplýsingar um útleigu gefur Arnar Ragúels Sverrisson í síma 854-4980 og á netfanginu arnar@dalvikurbyggd.is

 

 Salurinn er nýmálaður og búið er að skipta út gömlu gardínunum fyrir nýjar.
 Glæsilegur salur