Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og sérstökum reglum sem sveitarstjórn setur. Rétt til fjárhagsaðstoðar eiga þeir sem eiga lögheimili í Dalvíkurbyggð og hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Aðstoðin getur verið í formi lána eða styrkja.

Til að sækja um fjárhagsaðstoð er farið inn á þjónustugátt Dalvíkurbyggðar.

Nánari upplýsingar um fjárhagsaðstoð veitir Eyrún Rafnsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 460 4900 og á netfanginu eyrun@dalvikurbyggd.is