Sveitarfélög skulu sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsþjónustan sveitarfélaga heyrir undir velferðarráðuneytið sem hefur eftirlit með því að sveitarfélögin veiti lögbundna þjónustu. Félagsþjónustan hefur það að leiðarljósi að þjónusta alla og tryggja velferð einstaklingsins. Að sýna gagnkvæma virðingu, skilning og umburðarlyndi í samskiptum og finna leiðir sem henta hverjum og einum í samvinnu og samráði á öllum sviðum.
Hlutverk félagsþjónustunnar er meðal annars að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð á grundvelli samfélagshjálpar. Þjónustan byggir á því að koma til móts við þarfir þeirra sem eftir þjónustunni leita. Markmið félagslegrar ráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í samfélaginu.
Sveitarfélög skulu sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsþjónustan sveitarfélaga heyrir undir velferðarráðuneytið sem hefur eftirlit með því að sveitarfélögin veiti lögbundna þjónustu.
Markmið félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar, skv. 1. grein laganna er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna og stuðal að velferð á grundvelli samhjálpar. Skal það meðal annars gert með því að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti, tryggja uppeldisskilyrði barna, veita aðstoð til þess að fólk geti búið sem lengst á eigin heimili, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi. Einnig skal gripið til aðgerða ti að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Við framkvæmd félagsþjónustunnar skal einstaklingurinn hvattur til að bera ábyrgð á sjálfum sér og öðrum, sjálfsákvörðunarréttur hans virtur og hann styrktur til sjálfshjálpar. Félagsmálaráð fer með málefni félagsþjónustunnar í umboði sveitarstjórnar.
Sviðsstjóri félagsmálasvið er Eyrún Rafnsdóttir, hún er með netfangið eyrun@dalvikurbyggd.is. Einnig er hægt að ná á henni í síma 460 4900.