Leiguhúsnæði
Félagslegar og almennar íbúðir eru til leigu hjá Dalvíkurbyggð og umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofu. Leigjendur þurfa að greiða 3ja mánaða leigu fyrirfram sem tryggingu fyrir húsnæðinu. Þegar leigu er sagt upp fá leigjendur greiðsluna til baka ásamt vöxtum og verðbótum. Það er gert svo framarlega sem allar greiðslur séu í skilum og það sé í lagi með íbúðina.
Mat á umsóknum fer fram með stigagjöf sem byggir m.a. á félagslegum aðstæðum umsækjenda og aldri umsókna.
Húsaleigubætur
Leigjendur húsnæðis geta fengið húsaleigubætur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum: Gerð er krafa um þinglýstan húsaleigusamning sem gildir í a.m.k. 6 mánuði. Ef húsnæðið er án eldunaraðstöðu og snyrtingar, er ekki hægt að fá húsaleigubætur. Réttur til húsaleigubóta er háður tekjum og fellur niður ef tekjur eru yfir viðmiðunarmörkum. Sækja þarf um húsaleigubætur á sérstökum eyðublöðum.
Starfsfólk Félagsþjónustunnar er bundið trúnaði.
Nánari upplýsingar veitir Eyrún Rafnsdóttir síma 460 4900 og á netfanginu eyrun@dalvikurbyggd.is