Dýrahald í Dalvíkurbyggð.

Gæludýrahald er skráningarskylt innan þéttbýlismarka í Dalvíkurbyggð, skv. samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalvíkurbyggð. Umsókn um leyfi til hunda- og/eða kattahalds skal senda framkvæmdasviði Dalvíkurbyggðar innan tveggja vikna frá því að dýr er tekið inn á heimili. Innheimt er skráningar- og árgjald í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins og er gjöldunum ætlað að standa undir kostnaði sveitarfélagsins við hunda- og kattahald og annað gæludýrahald. Innifalið í árgjaldinu er m.a. ormahreinsun og hefur Dalvíkurbyggð frumkvæði að því að bjóða upp á slíka þjónustu ár hvert, á haustin. Skylt er skv. samþykktinni að mæta með dýrin í ormahreinsun, eða framvísa vottorði frá dýralækni um hreinsun.

Umsókn skal senda í gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar.
Er umsókn hefur verið samþykkt er plata með nafni og númeri dýrs, ásamt símanúmeri eiganda, sent umsækjanda.

Gæludýraeigendur eru hvattir til að kynna sér Samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalvíkurbyggð