Í Dalvíkurbyggð eru reknir tveir leikskólar, Krílakot á Dalvík og Kötlukot á Árskógsströnd og flagga báðir skólarnir grænfánanum sem er alþjóðlegt verkefni er lítur að sjálfbærni og umhverfisvitund, sjá www.grænfaninn.landvernd.is
Á íbúagáttinni okkar er hægt að sækja um leikskóladvöld. Hana má finna hér.
Hér má finna innritunarreglur Krílakots
Krílakot
Á Krílakoti eru fimm deildir, Skýjaborg, Sólkot, Mánakot, Kátakot og Hólakot. Boðið er upp á 4-8,5 tíma vistun og tekur leikskólinn við nemendum að jafnaði frá 12. mánaða aldri til 6 ára aldurs. Alla jafna geta dvalið í kringum 100 börn á leikskólanum.
www.dalvikurbyggd.is/krilakot
Kötlukot
Hér má finna innritunarreglur Kötlukots
Kötlukot er leikskóladeild Árskógaskóla. Boðið er upp á 4 – 8,5 tíma vistun og tekur leikskólinn við nemendum að jafnaði frá 12. mánaða aldri til 6 ára aldurs. Eitt af meginmarkmiðum skólans er að færa nám, leik og kennslu út í náttúruna.
www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli