Velkomin í Dalvíkurbyggð. Hérna á síðunni eru ýmsar nytsamlegar upplýsingar fyrir þá sem eru að hugsa um eða ætla sér að flytja í Dalvíkurbyggð. Að auki er margvíslegar upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins að finna víða á heimasíðunni okkar.
Skrifstofur Dalvíkurbyggðar
Opnunartími skrifstofa Dalvíkurbyggðar er mánudaga-fimmtudaga á milli kl. 10:00-15:00 og á föstudögum á milli kl. 10:00-12:00.
Sími: 460 4900 og netfang: dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is
Skrifstofur Dalvíkurbyggðar eru staðsettar í Ráðhúsinu á Dalvík. Þar er sameiginleg símsvörun fyrir fjármála- og stjórnsýslusvið, fræðslu- og menningarsvið, félagsmálasvið, umhverfis- og tæknisvið og veitu- og hafnasvið. Skrifstofur Dalvíkurbyggðar veita allar almennar upplýsingar um þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins en allar þær upplýsingar er líka að finna víðs vegar á heimasíðu sveitarfélagsins, til dæmis undir síðunni Þjónusta.
Flutningstilkynning
Í dag fara allar tilkynningar um flutning í gegnum heimasíðu Hagstofu Íslands www.skra.is og er nýjum íbúum bent að nýta sér þann möguleika.
Ætlar þú að byggja?
Umhverfis- og tæknisvið veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir. Opnunartími: mánudaga-fimmtudaga á milli kl. 10:00-15:00 og á föstudögum á milli kl. 10:00-13:00.
Sími: 460 4900
Lausar lóðir
Húsnæði og heimili
Leiguhúsnæði
Viltu kaupa húsnæði í Dalvíkurbyggð? Ýmsar fasteignasölur á Akureyri og víðar selja húsnæði í Dalvíkurbyggð.
Hiti og rafmagn
Rarik sér um orkudreifingu í Dalvíkurbyggð.
Hitaveita Dalvíkur annast öflun, dreifingu og sölu á heitu vatni til íbúa.
Sími
Þú getur flutt gamla númerið með þér hvert á land sem er. Hins vegar þurfa þeir sem eru í fyrsta skipti að sækja um nýtt símanúmer að sækja um hjá viðeigandi símafyrirtæki.
Börn og unglingar
Leikskólar
Grunnskólar
Framhaldsskólar
Í Eyjafirði eru starfandi þrír framhaldsskólar:
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga er sameiginlegur tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar. Kennt er á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði.
Sími 460-4990, maggi@tat.is
Bókasafn Dalvíkurbyggðar er staðsett í Bergi menningarhúsi
Sími 460 4931, dalbok@dalvikurbyggd.is ,
Mikið úrval bóka, blaða, tímarita, geisladiska, myndbanda og fleira.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Ráðhúsi Dalvíkur
Sími: 460 4932, dalskjal@dalvikurbyggd.is
Íþrótta- og tómstundastarf
Í Dalvíkurbyggð er rekið mjög fjölbreytt og þróttmikið íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf, hvort heldur sem er í íþróttamannvirkjum, félagsmiðstöð og grunnskólum sveitarfélagsins eða í hinum fjölmörgu íþrótta- og tómstundafélögum.