1. Hótel Dalvík er staðsett á Dalvík. Þetta er þægilegt hótel á Norðurlandi með útsýni yfir bæinn og fjöllin í kring. Á hótelinu er boðið upp á herbergi með sérbaðherbergi og einnig herbergi með uppábúnum rúmum, með sameiginlegu baðherbergi og aðgangi að eldhúsi. Frá hótelinu eru aðeins 600 m í sundlaugina. Nánari upplýsingar er að finna í síma 466-3395, á heimasíðunni eða í tölvupósti á info@hoteldalvik.com.
2. Dalvík hostel er fjölskyldurekið gistiheimili staðsett á Dalvík og býður gistingu í uppábúnum rúmum fyrir 23 gesti í 7 herbergjum. Einnig gisting í þremur 15 fm. smáhýsum með snyrtingu fyrir 3 - 4 í hverju og Gamla bænum sem er 107 ára gamalt 30 ferm. hús. Aðgangur að heitum potti og sána. Nánari upplýsingar í síma 6996616, www.dalvikhostel.com og í tölvupósti vegamot@vegamot.net
3. Bærinn Skeið stendur á rólegum stað í botni Svarfaðardals í faðmi svarfdælsku fjallanna, 18 km frá Dalvík. Í nágrenninu er að finna áhugaverðar gönguleiðir, kajak-ferðir, hestaferðir, golf, skíðaferðir o.fl. Hægt er að fá að tjalda árið ef veður og tíð leyfir. Nánari upplýsingar eru í síma 866-7036 eða í tölvupósti á info@skeid.net.
4. Ytri-Vík á Árskógsströnd er vel staðsett bústaðahverfi með undraútsýni bæði inn og út fjörðinn. Það er fyrirtækið Sporttours sem rekur bústaðina en það býður einnig upp á margskonar afþreyingu. Nánari upplýsingar í síma 894-2967/899-8000 eða í tölvupósti á sporttours@sporttours.is
5. Að Syðri-Haga er boðið upp á gistingu í tveimur sumarhúsum í friðsælu umhverfi. Útsýni til hafs og miðnætursól. Tignarleg fjöll og hlýlegir dalir, frábærar gönguleiðir við allra hæfi. Stangveiði frá ströndinni án endurgjalds. Frábær skíðasvæði í nágrenninu. Nánari upplýsingar í síma 8667968 / 8419048 eða sydrihagi@sydrihagi
6. Tjaldsvæðið á Dalvík er staðsett við innkomuna í bæinn. Það opnar 1. júní og þar er aðstaða mjög góð, heit sturta, eldunarrými og wi-fi. Nánari upplýsingar í síma 625-4775
7. Tjaldsvæðið á Hauganesi er staðsett alveg við sjópottana í Sandvíkurfjörunni. Gullfallegt útsýni. Nánari upplýsingar í síma 620 1035.
8. Tjaldsvæðið á Húsabakka er staðsett í Svarfaðardal í hjarta friðlandsins, gullfallegt útsýni með iðandi fuglalífi. Það hentar frábærlega fyrir ættarmót. Nánari upplýsingar: 859-7811
8. Hótel Kaldi er lítið og huggulegt hótel staðsett í hjarta eyjafjarðar á Árskógsströnd. Nánari upplýsingar í síma 460-2550