Friðlýstur fólkvangur var stofnaður í Böggvisstaðfjallið 1994 og var sú friðlýsing endurnýjuð í janúar 2011. Markmiðið með fólkvanginum er að tryggja útivistarsvæði í Dalvíkurbyggð en svæðið hefur mikið útivistargildi með skíðasvæði Dalvíkurbyggðar, gjöfulu berjalandi, skógrækt og göngustígum. Umsjón og rekstur fólkvangsins er í höndum umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar.
Umferð almennings um svæðið er heimil en skilyrði að umgengni vegfarenda sé til fyrirmyndar. Óheimilt er að hafa lausa hunda í fólkvanginum og þá er óheimil umferð vélknúinna farartækja utanvega að undanskyldum snjótroðara á skíðasvæðinu. Þó er snjósleðum heimilt að komast til fjalla norðan Löngulautar. Þá er einnig óheimilt að spilla gróðri og trufla dýralíf á svæðinu, hrófla við eða skemma jarðmyndanir. Einnig er óheimilt að nota berjatýnur í svæðinu. Allar framkvæmdir á svæðinu eru háðar leyfi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar.
Nánari upplýsingar gefur Helga Íris Ingólfsdóttir, í síma 853 0220 og á netfanginu helgairis@dalvikurbyggd.is