Fara í aðalefni  

Öldungaráð

Öldungaráð Dalvíkurbyggðar

Í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 með síðar breytingum er fjallað um Öldungaráð í 6. – 8. grein og 38. gr. laga um félagsþjónustu nr. 40/1991 með síðari breytingum, 2. mgr.

Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um öldrunarmál og þjónustu við aldraða, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist öldungaráð, þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála.
Kostnaður af starfi öldungaráðs greiðist af sveitarfélögum á starfssvæði þess í hlutfalli við fjölda íbúa í hverju sveitarfélaganna.
Í öldungaráði skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni. Eigi tvö eða fleiri sveitarfélög samstarf um öldrunarþjónustu skulu viðkomandi sveitarfélög og félög eldri borgara á þjónustusvæðinu koma sér saman um samsetningu öldungaráðs.

Sveitarstjórnir velja öldungaráðinu formann úr hópi öldungaráðsmanna.
Öldungaráð skal hafa eftirtalin verkefni á starfssvæði sínu:
1. Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.
2. Að gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu.
3. Að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.
4. Öldungaráðið skal í störfum sínum hafa að leiðarljósi markmið laganna, sbr. 1. gr.

Skipan Öldungaráðs Dalvíkurbyggðar:
Byggðaráð; 3 kjörnir fulltrúar og 3 til vara. Formaður byggðaráðs er jafnframt formaður Öldungaráðs.

Helgi Einarsson, formaður
Freyr Antonsson, varaformaður.
Lilja Guðnadóttir.

Varamenn:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fulltrúar frá Félagi eldri borgara:
Fulltrúi frá Heilsugæslunni – HSN:Starfsmaður Öldungaráðs:

Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs