Það eru miklar froststillur í Dalvíkurbyggð þessa dagana eins og víðar á landinu og hvítt snjóteppið liggur eins og dúnn yfir öllu. Jólatréð okkar skartar sínu fegursta við þessar aðstæður.
Áskorun landbúnaðarráðs vegna alvarlegrar stöðu sauðfjárbænda
Á síðasta fundi landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar sem haldinn var fimmtudaginn 21. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir, að hafa þurft að taka á móti allt að 45 % skerðingu afurðaverðs á síðastliðnum tveimur árum og nú þegar eru ma…
Opnunartími Skrifstofa Dalvíkurbyggðar yfir jól og áramót
Opnunartími Skrifstofa Dalvíkurbyggðar yfir jól og áramót verður sem hér segir:
22. desember, föstudagur Opið frá kl. 10:00-12:00
27. desember, miðvikudagur Opið frá kl. 12:00-15:00
28. desember, fimmtudagur Opið frá kl. 10:00-15:00
29. desember, föstudagur Opið f…
Vegna viðgerðar á dælu verður vatnslaust frá Bjarnastöðum og að Hóli, utan við Dalvík, frá kl. 10:30 og eitthvað fram eftir degi.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Hitaveita Dalvíkur
Nú fer að líða að því að sá óskilafatanaður, sem hefur safnast upp í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík, fari í Rauða Krossinn en 2. janúar verður farið með þann fatnað sem hefur verið lengst í húsinu yfir í Rauða Krossinn. Ef einhver saknar fatnaðar af börnum sínum þá er núna rétti tíminn til að líta við …
Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.
Þú byrjar á að kyn…
Vegna viðgerða gæti orðið lítill þrýstingur á heitavatninu í norðurbæ Dalvíkur í dag, föstudaginn 15. desember.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Hitaveita Dalvíkur
Leikskólinn Krílakot í Dalvíkurbyggð auglýsir eftir leikskólakennurum/leiðbeinendum í eftirtaldar stöður:
Leikskólakennari/leiðbeinandi 100% starf
Leikskólakennari/leiðbeinandi 75% starf
Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
Jákvæðni og sveigjanleiki
Vilji ti…
Vefur Dalvíkurbyggðar í 6. sæti yfir sveitarfélagavefi
Síðastliðið haust fór fram úttekt á öllum opinberum vefjum en slík úttekt er gerð annað hvert ár og er þetta í sjöunda sinn sem slík úttekt fer fram. Gefin eru stig fyrir flokkana innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislega þátttöku og út frá þessum flokkum gefinn heildarstigafjöldi fyrir h…
Vegna tenginga við Húsabakka í Svarfaðardal, á lögninni frá Húsabakka að Þverá, verður vatnslaust frá Jarðbrú að Þverá frá kl. 13:00-14:00 í dag, mánudaginn 11. desember.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Hitaveita Dalvíkur
Veðurspá desembermánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ
Þriðjudaginn 5. desember 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar til að huga að veðurhorfum í jólamánuðinum. Fundarmenn voru 6 talsins, sem er óvenju fámennt, en nokkrir veðurspámenn voru uppteknir við jólaundirbúning og ýmiss viðvik sem gera þarf á aðventu. Fundarmenn voru nok…
Kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagi íbúðasvæðis í Hóla- og Túnahverfi Dalvík, Dalvíkurbyggð
Kynningarfundur mun verða haldin í Upsa, fundarsal Ráðhússins á 3. hæð, miðvikudaginn 6. desember kl. 17.00. Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mun kynna deiliskipulagsgögnin.
Kynningargögnin munu verða áfram til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með fimmtudeginum 30. nóv…