Á morgun, þriðjudaginn 15. nóvember, verður lokað fyrir heita vatnið í Hringtúni.
Upphafstími verks er kl. 10:00 en ekki er vitað nákvæmlega hvað viðgerðin mun taka langan tíma.
Í nóvember verða starfsmenn MN á ferðinni um Norðurland og verða með „opnar skrifstofur“ á nokkrum stöðum. Þangað geta allir komið sem vilja ræða málin, kynnast starfsemi MN betur eða kynna sína starfsemi fyrir MN.
Þetta er tilvalið tækifæri til að afla sér upplýsinga um hvernig koma megi betri …
Dalvíkurbyggð leitar að öflugum og metnaðarfullum aðila í 100% stöðugildi félagsráðgjafa á félagsmálasviði. Um er að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu og mun starfsmaðurinn taka þátt í þróun starfsins í samvinnu við annað starfsfólk sviðsins.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
…
Laust til umsóknar- Starf við íbúðakjarna og skammtímavistun
Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir starfsmanni á heimili fyrir fatlaða fólk III við íbúðakjarna og skammtímavistun í allt að 85% stöðuhlutfall til að sinna íbúum í sjálfstæðri búsetu/skammtímavistun. Vinnutími er breytilegur og umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Unnið er samkvæmt…
Á morgun, miðvikudaginn 9. nóvember, verður lokað fyrir kalda vatnið á Hauganesi.
Upphafstími verks er kl. 10:00 en ekki er vitað nákvæmlega hvað viðgerðin mun taka langan tíma.
Facebook síða Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar
Við viljum vekja athygli á því að Eigna- og framkvæmdadeild er komin með eigin Facebook-síðu þar sem við munum setja inn fréttir, myndir og tilkynningar frá okkur.
Hér er linkur á síðuna:
https://www.facebook.com/profile.php?id=100086691919670
Ert þú með jólatré í garðinum?
Eigna- og framkvæmdadeild leitar að stórum greni- eða furutrjám sem myndu sóma sér vel sem jólatré í byggðalaginu.Ef einhvern vantar að losna við tré úr garðinum sínum getur hann haft samband við starfsmenn deildarinnar í síma 853-0220 eða á helgairis@dalvikurbyggd…
Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir umsóknum í Afreks- og styrktarsjóð
Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir umsóknum í Afreks- og styrktarsjóð
Helstu markmið sjóðsins eru að styðja og veita viðurkenningu fyrir góðan árangur og öflugt íþrótta-, félags- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu. Einnig að veita viðurkenningar til félaga fyrir gott fordæmi á s…
Vegna fjölda ábendinga og kvartana vegna stigans á Árskógssandi, sem liggur á milli Sjávargötu og hafnarinnar, var ákveðið að fá byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar til að taka hann út.
Þann 24. okt. 2022 fór fram úttekt á stiganum og niðurstaðan var eftirfarandi:
„Viðkomandi stigi og umhverfi hans s…
Ert þú með viðburð ?
Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er viðburðardagatal og er markmið okkar að birta upplýsingar um viðburði á svæðinu sem eiga erindi við sem flesta bæjarbúa og/eða ferðamenn almennt. Við tökum glöð á við ábendingu um viðburði og slíkar ábendingar má senda á monika@dalvikurbyggd.is og…
Aðventurölt
1. desember 2022
Klukkan 20:00-22:00
Við óskum eftir fyrirtækjum sem hafa áhuga á að taka þátt í aðventuröltinu í ár.
Þátttaka tilkynnist til Móníku Sigurðardóttur á monika@dalvikurbyggd.is eða í síma 460-4900.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubás í Menningarhúsinu Bergi geta …
Góðan daginn
Við viljum vekja athygli á opnum samræðufundum um sjávarútveg á vegum matvælaráðuneytisins, en fundirnir eru hluti af verkefninu Auðlindin okkar. Fundunum er ætlað að vera vettvangur umræðu og skoðanaskipta um sjávarútveg.
Fundirnir fara fram á eftirtöldum stöðum og hvetjum við sem…