Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði á Árskógssandi skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af lóðum nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu. Skipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð sem fær númerið 31 og verður tæplega 20.000 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að hámarks byggingarmagn á sameinaðri lóð verði 11.000m2 fyrir byggingar á einni hæð og 12.000 m2 fyrir byggingar á einni hæð með millilofti. Hámarks nýtingarhlutfall verður 0,55-0,6. Þá eru jafnframt sett skilyrði um hámarks vegg- og mænishæð bygginga innan byggingarreita.
Skipulagstillöguna má nálgast hér.
Tillagan verður jafnframt aðgengileg í Ráðhúsi Dalvíkur og á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is frá 18.júlí – 31.ágúst 2024.
Þá verður efnt til íbúafundar í ágúst þar sem tillagan verður kynnt frekar. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.
Hægt er að skila inn athugasemdum um skipulagstillöguna á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 31.ágúst 2024.
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.