Drónaflug yfir Dalvík
Á milli kl. 13:30 og 16:00 í dag, mánudaginn 4.nóvember, mun dróni á vegum Verkfræðistofunnar COWI fljúga yfir Dalvík. Tilgangurinn er gagnaöflun vegna loftmyndagerðar og hefur Samgöngustofa veitt leyfi fyrir fluginu. Við vonum að framkvæmdin valdi ekki ónæði fyrir íbúa.
04. nóvember 2024