Fréttir og tilkynningar

Laust til umsóknar - umsjónarkennari á eldra stigi Árskógarskóla

Laust til umsóknar - umsjónarkennari á eldra stigi Árskógarskóla

Árskógarskóli auglýsir eftir umsjónarkennara fyrir 4.-7. bekk (100%) frá og með 1. ágúst 2022. Næsti yfirmaður er deildarstjóri skólans. Árskógarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með 18 börn á leikskólastigi og 29 nemendur í 1. – 7. bekk. Einkunnarorð skólans eru: Gleði – Virðing – Þrautseigja…
Lesa fréttina Laust til umsóknar - umsjónarkennari á eldra stigi Árskógarskóla
Sumarnámskeið Dalvíkurbyggðar 2022

Sumarnámskeið Dalvíkurbyggðar 2022

Haldið verður leikjanámskeið fyrir börn í Dalvíkurbyggð fædd 2010-2015Námskeið verður fyrir árgang 2010-2011 frá 4.-8. Júlí. Það verður auglýst síðar. Það eru tvö eins námskeið alla dagana, annað frá kl. 10-12 og hitt frá kl. 13-15. Namskeiðin eru eins fyrir og eftir hádegi og takmarkaður fjöldi sem…
Lesa fréttina Sumarnámskeið Dalvíkurbyggðar 2022
Tilkynning frá veitum

Tilkynning frá veitum

Heitavatnslaust verður við Skógarhóla og við suðurenda Böggvisbrautar á Dalvík á morgun, föstudaginn 3. júní.Áætlaður tími er á milli kl. 10:00 – 12:00 Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af því gæti skapast.
Lesa fréttina Tilkynning frá veitum
Skemmtileg áskorun – RUSLADAGARNIR MIKLU

Skemmtileg áskorun – RUSLADAGARNIR MIKLU

Næstu daga eru íbúar hvattir til að gera hreint og snyrtilegt, tína upp rusl og fegra umhverfið. Dalvíkurbyggð vill styðja við frumkvæði áhugasamra íbúa í þessum efnum og því verður opnunartími gámasvæðisins lengdur laugardaginn 4. júní. Hægt verður að koma með rusl á gámasvæðið milli 11:00 – 16:00 …
Lesa fréttina Skemmtileg áskorun – RUSLADAGARNIR MIKLU
Málefnasamningur D og K lista undirritaður

Málefnasamningur D og K lista undirritaður

Oddvitar D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra og K-lista Dalvíkurbyggðar undirrituðu í kvöld málefnasamning fyrir næstu fjögur ár í meirihluta sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar. Mikil bjartsýni og metnaður fyrir framtíð sveitarfélagsins sveif yfir vötnum við gerð samningsins og spenni…
Lesa fréttina Málefnasamningur D og K lista undirritaður
Mynd fengin að láni af www.visir.is

Súlur - vél Niceair komin til Akureyrar

Súlur kom til heimahafnar á Akureyri í dag þegar Eyjafjörðurinn var upp á sitt allra besta. Þotan heitir eftir bæjarfjalli Akureyrar og Eliza Reid, forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina. Súlur er þota að gerð Airbus A319 og kom frá Lissabon í Portúgal, þar sem hún var máluð í einkennisl…
Lesa fréttina Súlur - vél Niceair komin til Akureyrar
Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar 2022

Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar 2022

Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar hefur störf þriðjudaginn 7. júní 2022. Í ár eru 29 nemendur skráðir í Vinnuskólann og þeirra bíður vinna við garðyrkju, umhirðu opinna svæða auk fleiri verkefna. Vinnuskólinn er fyrst og fremst skóli þar sem nemendur/starfsmenn fá að stíga sín fyrstu skref í starfi undir l…
Lesa fréttina Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar 2022
Mynd fengin af Facebook-síðu Dalvíkur/Reynis

Dalvík/Reynir áfram í bikarkeppninni

Lið Dalvíkur/Reynis fór í gærkvöldi áfram í bikarkeppninni í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninni, þegar þeir unnu lið Þórs 2:0 á Dalvíkurvelli. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á RÚV og er aðgengilegur fyrir þá sem vilja HÉR. Okkar heimalið leikur í 3. deild en Þórsarar spila næst efstu dei…
Lesa fréttina Dalvík/Reynir áfram í bikarkeppninni
Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2022

Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2022

Síðastliðinn laugardag fóru fram sveitarstjórnarkosningar um allt land. Á kjörskrá í Dalvíkurbyggð voru 1435. Greidd voru 1076 atkvæði og kjörsókn var 74,6%. Til samanburðar má geta að í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2018, var kjörsókn 79,88%.Gild atkvæði voru 1021. Auðir seðlar og aðrir ógildir…
Lesa fréttina Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2022
Laust til umsóknar - Deildarstjóri á Krílakoti

Laust til umsóknar - Deildarstjóri á Krílakoti

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir deildastjóra í 100% starf frá og með 9. ágúst 2022. Leikskólinn Krílakot er 5 deilda leikskóli á Dalvík. Leikskólinn Krílakot er heilsueflandi leikskóli sem vinnu eftir aðferðum Uppeldi til ábyrgðar. Önnur verkefni eru Lubbi finnur málbein, Orðaleikur, Grænfáni, …
Lesa fréttina Laust til umsóknar - Deildarstjóri á Krílakoti
Sveitalífið á Krossum

Sveitalífið á Krossum

Sveitalífið eru nýlegir þættir á sjónvarpstöðinni N4. Þar heimsækir Rósa Björg Ásgeirsdóttir, ásamt tökuliði sínu, sveitabæi og fær að kynnast lífinu á hverjum bæ fyrir sig. Í gærkvöldi var nýr þáttur af Sveitalífi sýndur á N4. Að þessu sinni eru Snorri og Brynja, ábúendur á Krossum sótt heim og áh…
Lesa fréttina Sveitalífið á Krossum
Fjárhagsáætlunargerð 2023

Fjárhagsáætlunargerð 2023

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2023-2026. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Þeir ofangreindir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillö…
Lesa fréttina Fjárhagsáætlunargerð 2023