Efnisnám við Hálsá-Drög að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Efnisnám við Hálsá-Drög að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Efnisnám við Hálsá

Drög að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kynnir hér með drög tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að afmarkað verður efnistökusvæði 663-E við Hálsá fyrir allt að 49.000 m3 efnistöku.
Tillöguna má sjá hér.

Tillöguuppdrátt ásamt greinargerð má nálgast í Ráðhúsi Dalvíkur frá 17.maí til 2.júní 2024 og á sama tíma á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is
Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt.
Frestur til að koma á framfæri ábendingum við skipulagstillöguna er veittur til 2.júní 2024.

17.maí 2024

Skipulagsfulltrúi