Þessa dagana stendur yfir þrif á götum í Dalvíkurbyggð. Götusópari keyrir nú um göturnar og um helgina verða þær svo þvegnar með háþrýstibíl eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Íbúar eru hvattir til að sýna tillitsemi í umferðinni á meðan þessu stendur og taka jafnframt þátt í að hreinsa götunar og færa þá bíla sem standa við vegkantinn rétt á meðan þrifum stendur.
Vorhreinsunardagar verða síðan í lok maí en þá geta íbúar sett greinar og annað rusl af lóðum við gangstéttina sem starfsmenn Dalvíkurbyggðar munu fjarlægja. Fréttabréf varðandi lóðahreinsun verður sent til allra íbúa þegar nær dregur.