Í vetur hefur Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar unnið að því að ákvarða gildi sem einkenna sviðið en þau sem urðu fyrir valinu eru; Virðing - Jákvæðni - Metnaður
Stofnanir sveitarfélagsins sem heyra undir sviðið og eru með fasta, reglubundna starfsemi eru: Árskógarskóli, Bóka- og héraðsskjalasafn, Byggðasafnið Hvoll, Dalvíkurskóli, Félagsmiðstöðin Týr, Íþróttamiðstöðin, Kátakot, Krílakot ogTónlistarskólinn . Starfsmannakönnun, sem árlega er lögð fyrir allt starfsfólk sviðsis, var nýtt til að spyrja starfsmenn hvaða gildi ættu að einkenna sviðið en þannig fengu allir tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. Í framhaldi af þeirri vinnu var settur saman vinnuhópur með fulltrúum flestra stofnana sviðsins ásamt fulltrúa frá fagráði þar voru gildin skilgreind og leiðir að innleiðingu ákvarðaðar. Að því loknu fengu allir starfsmenn sviðsins, sem og fagráðin, niðurstöðurnar til umsagnar. Það er svo hverrar stofnunar að vinna áfram með gildin og flétta þau inn í alla starfsemi sína.
Hér má sjá nánar um gildin og fyrir hvað þau standa:
Virðing
• Við beitum virkri hlustun og sýnum skoðunum annarra skilning.
• Við berum virðingu fyrir störfum okkar og annarra.
• Við tökum tillit til mismunandi menningar og þarfa einstaklinga.
• Við göngum vel um umhverfið.
• Við erum fagleg og höldum trúnað.
• Við virðum ábyrgðarsvið fólks og þær ákvarðanir sem teknar eru.
• Við erum víðsýn og vörumst fordóma.
• Við förum vel með fjármagn og eigur sveitarfélagsins.
Jákvæðni
• Við höfum gleði að leiðarljósi.
• Við erum opin fyrir nýjum verkefnum og breytingum til bóta.
• Við hugsum lausnamiðað.
• Við stuðlum að starfsánægju okkar og annarra.
• Við erum hreinskiptin og beinum gagnrýni á rétta staði.
• Við hrósum fyrir það sem vel er gert.
Metnaður
• Við höfum trú á þeim einstaklingum sem við vinnum með.
• Við setjum okkur skýr, tímasett markmið og stefnur.
• Við sýnum frumkvæði og þjónustulund.
• Við rýnum til gagns.
• Við höfum metnað fyrir sveitarfélagið.
• Við tökum afstöðu og forðumst meðvirkni.