Eitt af verkefnum okkar í Comenius var að velja tuskudýr til að ferðast á milli landanna.
Við völdum okkur tröllkarl sem fékk nafnið Ýmir. Nokkrar stúlkur í 5. bekk prjónuðu á hann peysu svo honum yrði ekki kalt á ferðalagnu. Hann hefur einnig fengið eigið vegabréf og dagbók til að skrá í ævintýrin hans erlendis. Ýmir hóf ferðina á Írlandi og verður þar fram að jólum en þá bíða hans ný ævintýri á nýjum slóðum.
Einnig útbjuggu nemendur kynningarbækling um skólann okkar . Sjá myndir
Einnig unnu Skafti og Friðjón kynningarmyndband sem hægt er að nálgast hér.http://www.youtube.com/watch?v=KuKa1WZRkKU