Vilt þú vera dagforeldri?

Dagmóður/ föður vantar á Dalvík. Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar sem með leyfi frá félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar geta tekið börn í daggæslu að uppfylltum tilskildum skilyrðum.
Dalvíkurbyggð greiðir niður dagvistargjöld fyrir börn frá 9 mánaða aldri til 6 ára.


Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimhúsi skal skilað til félagsþjónustusviðs Dalvíkurbyggðar á sérstök eyðublöð sem þar fást.
Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér Reglur Dalvíkurbyggðar um daggæslu barna í heimahúsum.

Nánari upplýsingar veitir Arnheiður Hallgrímsdóttir á skrifstofu Dalvíkurbyggðar. Sími: 460 4900
Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið heida@dalvikurbyggd.is