Elsku blóm. Vikan 16. - 20.janúar er stútfull af gleði og skemmtun. Þetta er síðasta vika Magga hjá okkur en eins og allir hafa tekið eftir hefur hún Pálína hafið störf hjá okkur og von bráðar mun hann Viktor einnig hefja störf.
Á mánudaginn 16.janúar ætlum við í Tý að halda SingStar kvöld hjá okkur og geta allir söngelskir einstaklingar komið og tekið hvern slagarann á fætur öðrum. Einnig verða seldir miðar á LitlaSamfés sem haldið verður í Skagafirði 27.janúar. Miðaverð er 3.500 krónur og innifalið í því er miðinn á söngkeppnina, ballið og rúta báðar leiðir.
Miðvikudaginn verðum við með Spilakvöld fyrir 5. - 7.bekk milli klukkan 17:00 og 18:30. Það er frítt inn. Um kvöldið eða klukkan 19:30 er fundur með öllum þeim sem fara á Samféshátíðina. Þar fáið þið kynningu á ferðinni og gögn til fjáröflunar. Að fundinum loknum verður svo haldið kökukvöld. Þetta er kveðjuveisla Magga og hvetjum við alla til að koma með köku. Veitt verða verðlaun fyrir fallegustu kökuna.
Sjáumst hress - starfsfólk Týs