Viðburðir í Dalvíkurbyggð um helgina

Laugardagur.
Kaffi og kleinur í boði á Byggðasafninu Hvoli.
Jónsmessumót í golfi á Arnarholtsvelli. Golfklúbburinn Hamar.
Jónsmessubál og galdraganga. Fyrstu galdrabrennunnar minnst á Melum í Svarfaðardal. Sögur sagðar og söngvar sungnir á Tungunum. Kvenfélagið Tilraun sér um kaffi og meðlæti.

Sunnudagur
Markaðsdagur í Dýragarðinum á Krossum frá klukkan 13:00 til 16:00, ýmiss varningur í boði.

Mánudagur
Leikjanámskeið hefst og stendur í 10 virka daga. Fyrir hádegi er námskeið fyrir börn fædd 2001 og 2002 en eftir hádegi fyrir börn fædd 1999 og 2000. Frekari upplýsingar, skráning og móttaka þátttökugjalds er í Sundlaug Dalvíkur. Leiðbeinandi er Arnar Símonarson.