Í dag voru vetrarleikar Krílakots og Fagrahvamms í kirkjubrekkunni. Kjöraðstæður voru til að renna sér bunu á snjóþotu og sleða. Snjótroðari Skíðafélagsins hafði farið ferð um brekkuna og gert hana slétta og fína. 5 bekkur Dalvíkurskóla kom í heimsókn og aðstoðaði og skemmti sér með krökkunum. Hilmar Guðmundsson setti leikana fyrir hönd bæjarstjórnar. Hilmar fór einnig fyrstu ferðina og setti tóninn fyrir skemmtilega stund í kirkjubrekkunni þar sem leikskólakrakkar, starfsfólk leikskólanna, foreldrar og 5. bekkur Dalvíkurskóla skemmtu sér saman.
Myndir: