Jólaskreytingarsamkeppni Dalvíkurbyggðar
Verðlaun og viðurkenningar voru veittar fyrir jólaskreytingar í árlegri jólaskreytingarsamkeppni Dalvíkurbyggðar. Verðlaunaafhendingin fór fram í menningarhúsinu Bergi, föstudaginn 10. desember síðastliðinn.
Veitt voru þrenn verðlaun, ein sérstök viðurkenning auk tveggja annarra viðurkenninga.
Verðlaun og viðurkenningar voru sem hér segir:
1. verðlaun, tehetta frá „Tehettunni Freyju“, hlaut Dalbraut 13, Dalvík
2. verðlaun, kaffihetta frá „Tehettunni Freyju“, hlaut Ásvegur 14, Dalvík
3. verðlaun, kaffihetta frá „Tehettunni Freyju“, hlaut Hólavegur 15, Dalvík
Skreytingar verðlaunahúsanna eiga það sammerkt að hafa heilstætt, fallegt og stílhreint yfirbragð og að hafa augljóslega verið skreytt af alúð og vandvirkni.
Sérstaka viðurkenningu, glerjólasvein frá „Stjörnunni glermunum“, hlaut Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri fyrir fagurlega skreyttan bæ, svo sem Ráðhúsið og lóðina þar í kring.
Viðurkenningar: Ásvegur á Dalvík, fyrir heilstæða götumynd.
Göngustaðir í Svarfaðardal, fyrir vandaða skreytingu í sveit.
Allir verðlauna- og viðurkenningarhafar fengu viðurkenningarskjal.
Valnefnd fór í skoðunarferð um allt sveitarfélagið 7. desember síðastliðinn og var úr vöndu að ráða, því mikið er af fallegum ljósum og skreytingum víða um sveitarfélagið. Mörg önnur hús vöktu sérstaka athygli valnefndarinnar, má þar nefna Hringtún 21, Dalvík, Ásholt 3, Hauganesi, Aðalgötu 6, Hauganesi ,Klapparstíg 19, Hauganesi, Aðalbraut 11 og 12, Árskógssandi og Sökku í Svarfaðardal.
Íbúar og gestkomandi eru hvattir til þess að fara í skoðunarleiðangur um byggðina til þess að skoða fjölbreytilegar og fallegar jólaskreytingarnar.
Í valnefndinni voru: Vignir Þór Hallgrímsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Kristín Aðalheiður Símonardóttir, Helga Íris Ingólfsdóttir, og Guðrún Guðmundsdóttir.
Sérstakar þakkir eru færðar Tehettunni Freyju, Stjörnunni glermunum og Húsasmiðjunni á Dalvík fyrir veittan stuðning.