Eins og fram kom á
www.dalvik.is fyrr í vikunni hafa veraldavinir dvalið í Dalvíkurbyggð í 2 vikur og unnið að ýmsum verkefnum. Meðal verkefna þeirra var stígagerð og lagfæring stíga um Dalvíkurbyggð og smíðaði hópurinn tröppur sem settar voru í Fólkvanginn í Böggvisstaðafjalli. Hópurinn mun kveðja Dalvíkurbyggð á morgun og var því tilvalið að bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar myndi vígja nýju tröppurnar og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Svanfríður Jónasdóttir gékk fyrst allra niður tröppurnar og fylgdi hópurinn fast á eftir þegar hún var komin niður. Hópurinn hefur notið dvalarinnar í Dalvíkurbyggð og upplifað margt skemmtilegt og má þar helst nefna hvalaskoðun, fuglaskoðun og hápunkturinn var að kynnast fólki úr Dalvíkurbyggð. Öll vilja þau koma aftur til Dalvíkurbyggðar eftir einhver ár og sjá þá árangur erfiðisins en hópurinn hefur gróðursett um 2000 trjáplöntur síðustu daga og sögðu þau spennandi að skilja eitthvað eftir til að heimsækja í framtíðinni. Myndir frá heimsókn Veraldavina má finna í
myndasafni.