Vel heppnaður íbúafundur í Ársskógi.

Vel heppnaður íbúafundur í Ársskógi.

Vel heppnaður íbúafundur í Ársskógi.

Íbúafundur þar sem breyting á deiliskipulagi á lóðum Öldugötu 31-33-35 var kynnt var haldinn í gær.
Ágúst Hafsteinsson skipulagshönnuður fór yfir tillögununa og byggingarreitina.
Eftir kynninguna var svo opnað fyrir spurningar og umræður og sköpuðust þá líflegar umræður varðandi starfsemi lóðarhafa, tillöguna og framtíðarsýn skipulagsmála á Árskógssandi. 
Dalvíkurbyggð vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem gáfu sér tíma til þess að koma á fundinn.
Hér má sjá glærurnar frá Ágústi skipulagshönnuði.


Hægt er að sjá skipulags tillöguna hér. 
Hægt er að skila inn athugasemdum um skipulagstillöguna á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 31.ágúst 2024.