Í gær var haldinn vel heppnaður íbúafundur í Árskógi þar sem drög að deiliskipulagi fyrir Hauganes voru til kynningar.
Ríflega 40 manns mættu á fundinn og spunnust líflegar umræður um skipulags- og umhverfismál á Hauganesi.
Kynningin var gerð skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í kjölfar hennar verður unnin lokatillaga í umhverfisráði og hún lögð fyrir byggðaráð til samþykktar og formlegrar auglýsingar.
Kallað er eftir skoðunum íbúa og alls almennings á þeim deiliskipulagsdrögum sem eru til kynningar og má senda athugasemdir og ábendingar á helgairis@dalvikurbyggd.is
Kynningardrögin má nálgast hér:
Hauganes - Mynd 1
Hauganes - Mynd 2
Kynning á deiliskipulagsdrögunum er aðgengileg hér.