Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar stóð fyrir málþingi um skil skólastiga sl. þriðjudag. Þátttaka var góð en um það 50 manns komu til að hlusta á þau fimm erindi sem flutt voru. Fjögur þeirra voru frá skólum í Dalvíkurbyggðar og eitt var frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Öll nálguðustu þau viðfangsefnið frá mismunandi sjónarhornum og því varð dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Að loknum erindum fóru fram gagnlegar umræður á milli fyrirlesara og þátttakenda þar sem komið var inn á ýmsa snertifleti efnisins, s.s. hvað fleira er mögulegt að gera til að draga úr skilum skólastiganna til að gera skólagöngu barna og ungmenna sem árangursríkasta og farsælasta.
Dagskrá málþingsins