Á laugardaginn sl. var haldið málþing um ferðamál í Dalvíkurbyggð og mættu þar tæplega 40 manns, ferðaþjónustuaðilar og annað áhugafólk um ferðaþjónustu. Meðal þeirra sem fluttu erindi voru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildarinnar á Hólum sem fjallaði um ferðaþjónustu í dreifbýli og Edward Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands en hann fjallaði um hagræn áhrif ferðaþjónustunnar.
Í hádeginu buðu félagar úr Matur úr héraði - Local food félagasamtökunum þátttakendum upp á léttan hádegisverð og skiptust þátttakendur svo í hópa að loknum erindum. Ljóst má vera af umræðum hópanna að tækifæri í ferðaþjónustu eru mörg og á mörgum sviðum. Mikilvægt þótti einnig að ferðaþjónustuaðilar sem og aðrir þjónustuaðilar á svæðinu ynnu nánar saman að uppbyggingu svæðisins í heild sinni.
Myndir af málþingi má finna á myndasíðunni hér til vinstri eða með því að smella hér. Glærur fyrirlesara má nálgast hér á síðunni, undir ferðaþjónustu, síðar í dag.