Þegar aðstæður leyfa eftir áramótin verður hafist handa við vegtengingu yfir Brimnesá sem mun gera það að verkum að ekki þarf lengur að keyra frá þjóðvegi (vegur 82) og upp að Upsum heldur verður ekið beint norður úr Böggvisstaðabraut, sjá nánar á meðfylgjandi afstöðumyndum.
Markmiðið með framkvæmdinni er að auðvelda aðgengið að Upsum.
Sett verða rör í Brimnesána og vegur svo lagður yfir þau. Rörin eru 2,8 metrar í þvermál, 6 metra löng, þyngd er 1729 kg stykkið og rúmmál 26m3 stykkið. Rörin verða sett saman í tvo stokka, alls 2x18 metra.
Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út fljótlega eftir áramótin.