Vegna tilkynningar Eigna- og framkvæmdadeildar varðandi jólaskreytingar á Hauganesi og Árskógssandi sem birtist á heimasíðu og samfélagsmiðlum Dalvíkurbyggðar í gær, þá vill undirrituð koma á framfæri að viðkomandi verktaki naut ekki sannmælis í fréttinni. Ekki var farið með rétt mál, en það rétta í stöðunni er það ekki var búið að hafa samband við verktakann; biðjum við því hlutaðeigandi innilegrar afsökunar á þessum mistökum.
Staðan er samt sem áður óbreytt en stefnt er að því jólaskraut á vegum sveitarfélagsins verði komið upp, bæði á Hauganesi og Árskógssandi sitt hvoru megin við komandi helgi.
Sveitarfélagið er staðráðið í að næsta ári verði það ekki svona seint á ferðinni eins og í ár og ríkur vilji er til að gera betur.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri.