Veðurstöð í Böggvisstaðafjalli

Á heimasíðu Skíðafélags Dalvíkur (www.skidalvik.is) kemur fram að félagið hefur fengið veðurstöð að gjöf frá fyrirtækjunum Kötlu og Sportferðum og hefur stöðin verið sett upp í fjallinu. Langþráður draumur félagsins hefur því orðið að veruleika og nú er hægt að skoða veðrið á skíðasvæðinu með því að smella á hlekkinn veðurstöð.  Stöðin sýnir vindhraða, vindátt og hita en einnig er hægt að sjá mesta vind og hæstu og lægstu hitatölur á hverjum sólarhring. Þá sýnir stöðin rakastig, úrkomu (regn) loftþrýsting og vindkælingu. Efst á myndinni með veðurlýsingunni eru síðan hlekkir með nánari upplýsingum um stöðina. Undir map má til dæmis sjá allar veðurstöðvar á landinu af þessari tegund.
Skíðafélag Dalvíkur þakkar Kötlu og Sportferður fyrir þessa frábæru gjöf sem gerir skíða- og veðuráhugafólki kleift að fylgjast með veðrinu hér á Dalvík allt árið um kring.