Veðurklúbbur Dalbæjar hélt fund sinn síðastliðinn föstudag, 28. september, og gerði spá fyrir október 2012.
Í upphafi fundar var farið yfir tungl- komur og fyllingar, sem er mikilvægt í spádómum klúbbfélaga. Nýtt tungl kviknar í S.S.A. þann 15. október n.k. kl. 12:02 og er mánudagstungl. Mánudagstungl geta vitað á mjög góða tíð og eins slæma þannig að grípa þurfti til annarra veðurteikna til að ráða fram úr veðurhorfum í október. Eftir nokkrar vísbendingar varð niðurstaðan sú að spá því að í byrjun mánaðar yrði tíð fremur köld og lítilsháttar snjókoma. Eftir stutt kuldakast er reiknað með að dragi til suðlægra átta og að seinnihluti mánaðarins verði mildur og með þægilegu haustveðri.