Þriðjudaginn 6. september 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Svo sem þegar lá fyrir hafði veðurspá klúbbsins fyrir ágústmánuð gengið vel eftir.
Nýtt tungl kviknaði fimmtudaginn 1. september í A. kl. 09:03. Tilfinning og draumar gefa til kynna að veður í september verði milt, vætusamt, margátta, en þó meira í suðlægum áttum og hiti vel yfir meðallagi m.v. árstíma . Búast má við allgóðu veðri um göngur hér í Svarfaðardal svo lengi sem þoka læðist ekki í fjallabrúnir.
Veðurvísa ágúst og september mánaðar.
Í ágúst slá menn engi
og börnin tína ber.
Í september fer söngfugl
og sumardýrðin þver.
Bestu kveðjur til gangamanna
Veðurklúbburinn á Dalbæ