Þriðjudaginn 6. mars komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í marsmánuði.
Að venju var farið yfir sannleiksgildi spár fyrir liðinn mánuð og útkoman að vonum góð.
Nýtt tungl kviknar 17. Þessa mánaðar í suðri kl. 13:12 og er það laugardagstungl, sem þykir gott tungl. Gert er ráð fyrir að veðurfar í mars verði áþekkt og veður hefur verið undanfarið, þ.e. umhleypingsamt veður með breytilegum vindátturm og fremur kalt. Reikna má með nokkurri snjókomu, en hláku inn á milli. Búist er við léttu páskahreti, sem stendur þó frekar stutt.
Veðurvísa mánaðarins
Febrúar á fannir
Þá læðist geislinn lágt.
Í mars þá blæs oft biturt,
en birtir smátt og smátt
Með góðri góðri kveðju og ósk um gleðilega páska
Veðurklúbburinn á Dalbæ