Þriðjudaginn 3. mars. 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar.Hvað varðar spá klúbbsins fyrir febrúarmánuð, þá voru fundarmenn ágætlega sáttir við spána og töldu hana hafa í meginatriðum gengið eftir.
Búast má við að veður í mars verði svipað og var í fyrrihluta febrúar, umhleypingasamt áfram, en meira um sunnan og suðvestanáttir. Föstudaginn 20. mars kviknar nýtt tungl í SA kl. 09:36, sem jafnframt er páskatungl. Þetta er um margt mjög merkilegur dagur því þá eru vorjafndægur kl. 22:45, síðan er sólmyrkvi þennan dag.
Draumar klúbbfélaga styðja það sem áður hefur komið fram að í ár vori snemma og að það verði gott vor.
Að venju látum við fylgja gamlan kveðskap sem einn af klúbbfélögum, Gunnar Rögnvaldsson, lærði í æsku;
“ Í apríl sumrar aftur
þá ómar söngur nýr.
Í maí flytur fólkið
Og fuglinn hreiður býr.”
Veðurklúbburinn á Dalbæ