Fundur var haldinn 27. apríl 2011 í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Klúbbfélagar mættu hressir eftir páskahátíð og fóru yfir sannleiksgildi síðustu veðurspár, þ.e. spá sem gerð var fyrir aprílmánuð.
Að venju var spáfólkið nokkuð ánægt með hvernig til hefði tekist, ef undan er skilin spá um tölverða snjókomu eftir 20. apríl. Það hefði a.m.k. verið veður í aprílmánuði eins og þau gerðu ráð fyrir.
Tungl í A.N.A , sem bendi til þess að nokkuð verði um norðan áttir og gæti jafnvel gránað á jörð. Reikna má með góðri grassprettu í sumar og góðri heyskapartíð.
Mánudags- og þriðjudagstungl eru yfirleitt ekki fyrir góðu veðri að áliti klúbbfélaga.
Með sumarkveðju og þökk fyrir veturinn
Veðurklúbburinn á Dalbæ