Fundur var haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar þriðjudaginn 6. nóvember 2012 þar sem gerð var spá fyrir nóvembermánuð 2012.
Fundarmenn voru ekki alveg ánægðir með spá sína fyrir síðasta mánuð (október) sem hafði, í stórum dráttum, ekki gengið eftir.
Tungl kviknar í V.N.V. kl. 22:08 þann 13. nóvember n.k. Óráðið er hvaða áttir verði ríkjandi í mánuðinum. Annars voru nokkuð skiptar skoðanir um veðurfar í mánuðinum og því náðist ekki sameiginleg niðurstaða. Fram kom að veður á Allra heilagra messu, sem var þann 1. nóv., markaði veðurfar vetrarins. Þó svo að éljagangur hafi verið þann dag voru fundarmenn bjartsýnir á framhald vetrar.