Veðurspá veðurklúbbsins á Dalbæ er nú komin í loftið en fundarmenn voru ánægðir með júníspána og sögðu að hún hefði gengið vel eftir. Nýtt tungl kviknaði í VNV kl. 19:35. Fundarmenn áætla að júlímánuður verði mun hlýrri en júní en þó mun þokuloft liggja við ströndina.
Einn fundarmanna vildi halda því fram að í júlí kæmu nokkrir rigningardagar.
22. júlí kviknar nýtt tungl í NNA kl. 02:35 og spá fundarmenn suðlægum áttum upp úr því.
Að lokum hugrenning frá einum klúbbfélaga:
Lifað höfum langan dag
á leiðinni stundum hrösum.
Senn er komið sólarlag
og svefn á næstu grösum.
Veðurklúbburinn á Dalbæ