Fundur var haldinn 7. desember 2010
Tungl kviknar 5. des. Í VSV kl. 17:36 og er þetta sunnudagstungl. Fundarmenn áætla að suðvestanáttir muni verða ráðandi fram að jólum. Síðan snúist til norðanátta með éljum eða hraglanda, en ekki neinni vonsku.
Fullt tungll er 21. desember og er þá tunglmyrkvi. Þann dag eru vetrarsólstöður. Gamlir menn fóru mikið eftir þessum degi, en ef veður höfðu verið válynd fyrir sólstöður þá mundi veður heldur skána.
Einn fundarmanna dreymdi fyrir veðráttu vetrarins og telur að vetur verði heldur snjóléttur.
Kveðja frá Veðurklúbbnum á Dalbæ
og ósk um gleðileg jól.