Valsárskóli í heimsókn

Valsárskóli í heimsókn

Sl. fimmtudag kom 22 barna hópur úr Valsárskóla í fuglaferð að Húsabakka. Að lokinni venjubundinni heimsókn í Hvol, nesti og fræðslustund á Húsabakka var haldið af stað niður í Friðlandið. Þar urðu á vegi hóipsins alls kyns ævintýri. M.a. voru ungar að skríða úr gæsareggjum og stálpaðri ungar sem þegar voru komnir nokuð á legg vildu ólmir slást í hópinn svo börnin urðu að hlaupa burtu hið snarasta. Þá vakti líka kroppað hræ af kind óskipta athygli krakkanna en ærin hefur líklega lent í ánni í haust og flotið upp á eyrar Hánefsstaðahólma.

 
Nóg er af gæsarhreiðrunum