Hjálmar Hjálmarsson segir að liðið sé mjög jákvætt og tilbúið í slaginn í kvöld. Hann segir liðið hafa verið á þrotlausum æfingum síðustu daga. Það koma engar neikvæðar fréttir frá Dalvíkurbyggð þannig að við ætlum að halda áfram á sömu nótum og senda eina mjög jákvæða í kvöld.
Elín Björk Unnarsdóttir segist vera klár í slaginn og vonar að reynsluleysi hennar njóti góðs af reynsluboltunum Magna og Hjálmari. Hún segir liðið muni hittast í dag og þá verði uppstilling ákveðinn endanlega en gert er ráð fyrir að hún hlaupi á bjölluna.
Magni Óskarsson var rólegur að vanda en brattur á góðan árangur í kvöld. Markmiðið sagði hann vera að gera betur en í fyrra. Magni býst við góðum stuðningi í salnum í kvöld og hann er viss um að hlýr hugur streymir til liðsins frá sjónvarpsáhorfendum í Dalvíkurbyggð.