Námsverið hér í Dalvíkurbyggð fékk styrk til þess að geta boðið upp á nám í annars vegar gæðastjórnun og verkferlum og hins vegar í stjórnun. Alls voru ellefu nemendur frá fjórum fiskvinnslufyrirtækjum í Dalvíkurbyggð sem sóttu námið í gæðastjórnun en það fór af stað núna 11. febrúar og var námskeiðið alls 60klst. Gæðastjórnunarnámið fjallaði að mestu um gæðastjórnun, uppbyggingu og gerð gæðahandbóka og verkferla tengda því og HACCP kynnt til sögunnar. Leiðbeinendur voru Guðrún Adólfsdóttir frá Sýni ehf., Börkur Árnason og Anna S. Hjaltadóttir. Síðastliðinn föstudag, 27. mars, var svo formleg útskrift úr náminu en það heppnaðist mjög vel að mati aðstandenda.
Stjórnunarnámið fer síðan á stað við fyrstu hentugleika og verður auglýst þegar að því kemur.