Síðastliðinn föstudag þann 31. maí voru Mánabörn formlega útskrifuð af Kátakoti við hátíðlega athöfn í Dalvíkurskóla þar sem saman voru komin börn, kennarar, foreldrar, systkini, ömmur og afar. Börnin sýndu leynilegt skemmtiaðriði fyrir áhorfendur við góðar undirtektir og voru hrókar alls fagnaðar þessa stund Börnunum voru veitt útskriftarskjöl, rósir og myndadiska af veru þeirra í Kátakoti. Þá voru þau einnig leyst út með gjöf frá foreldrafélagi grunnskóla Dalvíkurbyggðar sem með gjöf sinni bauð þau velkomin í Dalvíkurskóla að hausti. Meðan börn og gestir gæddu sér á léttum veitingum í lokin sem foreldrarfélag Kátakots í samstarfi við foreldra barnanna stóð fyrir frumsýndi Guðný Ólafsdóttir verðandi 1. bekkjar kennari frábært myndband úr útskriftarferð barnanna til Hríseyjar deginum áður. Innilegar þakkir fyrir skemmtilegan dag og samveruna í Kátakoti Fleiri myndir úr útskriftinni má sjá á myndasíðunni.